Óbreyttir Forritarar (Citizen Developers) ertu að nýta þá
- Ómar Örn Magnússon
- Mar 29, 2023
- 2 min read
Ef svarið er nei, þá gætirðu verið að missa af (ótrúlegu tækifæri?)
Hvað er óbreyttur forritari ?
Óbreyttur forritari er það sem ég myndi kalla þróunararstjóra, er einnig oft kallaður tölvusnillingurinn eða tölvusénínn.
Þetta er ótæknilegur einstaklingur (einstaklingur sem hefur litla tæknilega menntun) en getur samt sem áður búið til hugbúnaðarforrit með aðferðum sem krefst lítillar eða engrar kóðunar til að þróað tæknilegar lausnir.
Þetta eru oft venjulegir starfsmenn eða notendur sem skilja vel þarfir og alla ferla fyrirtækis síns.
Hér eru 10 ástæður til að nýta sér starfskrafta þeirra sem allra fyrst:
1. Hraðari þróun:
Óbreyttir forritarar geta búið til forrit á skjótvirkan hátt án þess að þörf verði á sérfræðiþekkingu á kóðun.
2. Sparnaður:
Óbreyttir forritarar geta sparað fyrirtækjum gríðarlega fjármuni varðandi hugbúnaðarþróunarkostnað.
3. Dragðu úr skorti á starfsfólki í upplýsingatækni:
Óbreyttir forritarar geta ekki komið í stað hágæða hugbúnaðarforritara. En þeir geta kallað fram dulda hæfileika, færni og nýtt þá sérfræðiþekkingu sem fyrir er innan stofnunarinnar með lítilli þjálfun.
4. Meiri nýsköpun:
Óbreyttir forritarar hafa oft viðamikinn skilning á þörfum stofnunar sem getur leitt til nýstárlegri og sérsniðnari hugbúnaðarlausna.
5. Bætt samstarf:
Óbreyttir forritarar geta auðveldað samvinnu milli þeirra sem sem eru að vinna að sama forritinu.
6. Betra samræmi við viðskipamarkmið (þarfir) fyritækisins:
Þeir eru starfsmenn „af gólfinu“ og geta því búið til forrit sem samræmast sérstökum viðskiptamarkmiðum (og skilja sértækar þarfir fyrirtækisins) sem bæt geta framleiðni og skilvirkni
7. Valdefling notendans:
Power Platform setur valdið og getuna til að búa til forrit í hendur notenda sem þurfa ekki að vera mjög tæknivæddir (tæknimenntaðir) og gerir þeim þannig kleift að búa til sínar eigin lausnir á mjög skömmum tíma.
8. Bætt gagnastjórnun:
Nýju gögnin sem verða aðgengileg í gegnum öpp og lausnir, auka getu starfsfólks til að taka upplýstar ákvarðanir, þökk sé þessum óbreyttu forriturum.
9. Einfölduð eyðublöð og fleiri hlutir gerast sjálfkrafa og hraðar.
Með fleiri öppum og aðgangi að API kerfum fyrirtækisins geturðu haft einn stað til að fá yfirsýn yfir öll gögnin þín. Þú getur jafnvel notað spjall GBT og aðra gervigreindargetu til að skilja gögnin þín betur.
10, Þú getur fundið þá alls staðar.
Skoðaðu bara Power Platform stjórnborðið þitt og þá sérðu mjgö fljótlega sjá hver eru þegar byrjaðir að nota Power Platform lausnina.
Óbreyttir forritarar geta bætt ótrúlegu miklu verðmæti til fyrirtækis þíns með því að nota Microsoft Power Platform.
Grein þýdd og uppfærð af Ómari Magnússyni og Hrefnu Óskarsdóttir. Upprunaleg grein eftir Mark Smith aka NZ365guy Upprunaleg grein eftir Mark Smith aka NZ365guy
Comments